Umsókn um Executive MBA-nám
Umsóknarfrestur
Executive MBA-námið er opið til umsóknar öllum þeim sem hafa lokið háskólaprófi og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfs-/stjórnunarreynslu. Námið fer fram á íslensku. Opnað verður fyrir umsóknir um miðjan febrúar 2023.
Við hvetjum umsækjendur til að sækja snemma um til að auka líkur á plássi. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða teknar til greina ef pláss leyfir.
- Námsárið 2023 hefst fimmtudaginn 17. ágúst 2023.
Sækja um
Til að sækja um Executive MBA-nám við Háskóla Íslands þurfa umsækjendur að stofna aðgang á samskiptagátt Háskóla Íslands. Þar geta nemendur sett inn fylgigögn með umsókninni sem nánar er lýst hér að neðan. Athugið að umsagnir skal senda á netfangið mba@hi.is.
Mikilvægt er að skila inn eftirfarandi gögnum
Umsækjendur þurfa að skila inn tveimur umsögnum ásamt umsókn sinni.
- Hér er hægt að nálgast eyðublað fyrir umsagnaraðila
- Hér sniðmát á ensku af "letter of reference"
Umsagnaraðilar þurfa að senda umsagnir sjálfir inn með tölvupósti og skal senda þær á netfangið mba@hi.is.
Afar mikilvægt er að umsækjendur skrifi stutta greinargerð um:
- áhuga sinn á Executive MBA-náminu
- markmiðið með því að fara í námið
- viljann til að ljúka náminu
Þessi greinargerð er höfð til viðmiðunar þegar nemendur eru valdir inn í námið.
Með umsókninni þarf að fylgja prófskírteini.
- Þeir sem hafa lokið námi frá Háskóla Íslands þurfa ekki að skila slíku inn með umsókn sinni
Með umsókninni þarf einnig að fylgja uppfærð starfsferilskrá ásamt mynd.