Samstarf við IESE

Image
MBA nemendur í kennslustund í Yale

Samstarf við IESE

Háskóli Íslands er í samstarfi við IESE Business School of Navarra í Barcelona, sem er í allra fremstu röð í heiminum á sviði Executive MBA-náms.

Samstarfið við IESE felur í sér að Executive MBA nemar Háskóla Íslands sitja afar krefjandi og öflugt námskeið í einum af fremsta viðskiptaháskóla Evrópu.

  • IESE í Barcelona er í sjötta sæti yfir þá skóla sem skara fram úr almennt á heimsvísu í Executive MBA-námi samkvæmt mati Financial Times (2023). 

Þá hefur IESE verið í fyrsta eða öðru sæti á heimsvísu frá árinu 2015 þegar kemur að sérsniðnum stjórnendanámskeiðum líkt og við bjóðum nemendum okkar upp á, þar sem markmiðið er að styrkja leiðtogahæfni nemenda.

Image
Yale-bygging

Samstarf við IESE í Barcelona háskóla hefur mikið faglegt gildi fyrir námið í heild og setur Executive MBA-nám Háskóla Íslands í flokk þess besta.
 

 

Þessir dagar í IESE voru ótrúlegt ævintýri. Það var mjög dýrmæt reynsla að læra við þennan skóla og gæðin á kennslunni í heimsklassa.“   Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir -  MBA 2021

 

Image
MBA-nemendur í IESE

Þeir sem hófu Executive MBA-nám haustið 2023 í Háskóla Íslands munu fara í námsferð til Yale í New Haven í Bandaríkjunum á vorönn 2024 og til IESE í Barcelona á vorönn 2025.

 

 

Image
IESE campus